Þurfti að sleppa hátíðarkvöldverði til að mæta á heimsþing

Dorrit mætti án Ólafs Ragnars í hátíðarkvöldverðinn.
Dorrit mætti án Ólafs Ragnars í hátíðarkvöldverðinn.

Mikil hátíðarhöld stóðu yfir í Kaupmannahöfn um helgina vegna 40 ára krýningarafmælis Margrétar Þórhildar Danadrottningar.

Íslensku forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku þátt í öllum dagskrárliðum, nema hátíðarkvöldverði í gærkvöldi.

Athygli vakti að Dorrit mætti án Ólafs Ragnars í hátíðarkvöldverðinn. Að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara er skýring á því sú að forsetinn tekur þátt í Heimsþingi hreinnar orku í Abu Dhabi og eina leiðin til að geta verið viðstaddur setningarathöfnina kl. 11 í morgun var að hefja langt ferðalagið í gærkvöldi og sleppa kvöldverðinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert