Trúnaðarráð VR lýsir miklum vonbrigðum með þær vanefndir sem hafi orðið á loforðum ríkisstjórnar Íslands, sem gefin hafi verið í yfirlýsingu hennar frá 5. maí 2011, í tengslum við undirritun kjarasamninga.
„Á sama tíma og aðilar vinnumarkaðarins hafa staðið við öll ákvæði samninganna, vantar mikið upp á að ríkisstjórnin standi við loforð sín. Er það í annað skiptið sem það gerist frá því að ríkisstjórnin gekk á bak orða sinna í kjölfar hins svokallaða stöðugleikasáttmála,“ segir í yfirlýsingu sem trúnaðarráðið samþykkti á fundi sínum í dag.
Þá segir að það sé óþolandi að fjölmennasta stéttarfélag landsins geti ekki treyst þeim yfirlýsingum sem ríkisstjórnin gefi frá sér. Það lýsi alvarlegum trúnaðarbresti sem ekki verði unað við.
„Trúnaðarráð VR krefst þess að ríkisstjórn Íslands bregðist tafarlaust við og bæti úr augljósum vanefndum sínum og að: