„Veldur okkur vonbrigðum og undrun“

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það vekur undrun okkar svo ekki sé meira sagt að forsætisnefnd skuli hafa tekið margar vikur í að svara þessu erindi okkar og höfum við þó oft rekið á eftir því,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.

Forsætisnefnd hafnaði á fundi sínum í morgun beiðni nefndarinnar frá í nóvember síðastliðnum um að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands yrði fengin til þess að leggja mat á arðsemi Vaðlaheiðarganga í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hafnaði því að taka verkið að sér.

„Þetta veldur okkur ennfremur bara vonbrigðum og undrun því hér er jú verið að sýsla um gríðarlega mikið almannafé og -hagsmuni og það er frumskylda þingsins að sjá til þess að við vöndum okkur í alla staði og tökum ákvarðanir byggðar á sem bestum upplýsingum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert