Á síðasta ári voru 16 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur en árið 2010 voru 10 ökumenn stöðvaðir vegna sama brots.
Er þarna um aukningu að ræða sem verður að teljast áhyggjuefni, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Lögreglan vill því beina því til almennings að tilkynna um fólk sem það grunar að sé að aka undir áhrifum áfengis enda er ekki hægt að líða slíkt og skapa þannig hættu fyrir aðra vegfarendur, segir í dagbók lögreglunnar.