Kannabisræktun í fataskáp

Kannabisplanta. Mynd úr myndasafni.
Kannabisplanta. Mynd úr myndasafni. Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði nokkurt magn kannabisefna upptækt í nótt. Efnin höfðu verið ræktuð inni í fataskáp á heimili í vesturbæ Reykjavíkur. Þar var einnig lagt hald á eggvopn.

Lögregla hafði fengið ábendingar um ræktunina, sem var í íbúð í fjölbýlishúsi. Ekki var um mikið magn að ræða, en það rúmaðist vel inni í klæðaskáp á heimilinu, að sögn lögreglu.

Þá fundust eggvopn á heimilinu; kjötexi og sverð, og gerði lögregla þau upptæk.

Málið telst upplýst og var hlutaðeigandi sleppt að lokinni skýrslutöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert