Köflum ekki lokað nema með ásættanlegri niðurstöðu

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði á Alþingi í dag að breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni hefðu eng­in áhrif á um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið enda vissi hann ekki bet­ur en að hann og for­veri hans á ráðherra­stóli, Jón Bjarna­son, hefðu ná­kvæm­lega sömu grunnafstöðu til máls­ins.

Ráðherr­ann var að bregðast við fyr­ir­spurn frá Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem spurði hvort breyt­ing yrði á því hvernig haldið yrði á sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál­um með nýj­um ráðherra.

Bjarni spurði enn­frem­ur hvort Stein­grím­ur gæti borið ábyrgð á niður­stöðu viðræðna við ESB um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál en eft­ir sem áður tekið af­stöðu gegn inn­göngu í sam­bandið.

Stein­grím­ur sagðist telja að þegar niðurstaða í viðræðum við ESB lægi fyr­ir gerði hann ráð fyr­ir að horft yrði til heild­armats á þeirri niður­stöðu en ekki ein­stakra mála­flokka þótt hann teldi að sjáv­ar­út­vegs­mál­in myndu þar vega þungt.

Þá sagðist Stein­grím­ur ein­stök­um samn­ingsköfl­um í viðræðunum yrði ekki lokað nema um væri að ræða ásætt­an­leg­an frá­gang á þeim. Hann lagði áherslu á að ekki væri búið að móta samn­ingsaf­stöðu Íslands í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert