Meirihlutinn fallinn í Kópavogi

Aukafundur var haldinn í bæjarstjórn Kópavogs síðdegis í dag.
Aukafundur var haldinn í bæjarstjórn Kópavogs síðdegis í dag. mbl.is/Kristinn

Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs er fallinn. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins í bæjarstjórn lýsti því yfir í dag að hann væri hættur í meirihlutasamstarfinu í bæjarstjórninni.

Meirihlutinn í Kópavogi var með sex bæjarfulltrúa af ellefu.

„Samstarfinu er formlega lokið,“ segir Hjálmar. Hann segir ástæðuna þá að hann styðji ekki hvernig meirihlutinn stóð að uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra. „Þetta snýst ekki um málefnaágreining, heldur um vinnubrögðin,“ segir hann.  

„Ég gegni áfram mínum trúnaðarstörfum sem ég hef verið kjörinn til að gegna,“ segir hann.

Hjálmar gekk á fund oddvita meirihlutans í dag og greindi frá þessari ákvörðun sinni fyrir fund sem haldinn var í bæjarráði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert