Grímseyingar sjá nú fyrir endann á vetrinum en þar veiddust í morgun fyrstu rauðmagar ársins. Rauðmagarnir eru kallaðir vorboðar í Grímsey og þykja til merkis um að sól fari hækkandi á lofti og líði að vori. Á akureyri.is segir að rauðmagarnir hafi veiðst í net sem lögð eru á um 50-60 faðma dýpi. Þar eru þau látin liggja í sólarhring.
Í morgun blöstu svo nokkrir fallegir rauðir vorboðar við í netunum.