Óvenju blómlegt fuglalíf á Snæfellsnesi

Íslenskur haförn á flugi. Ekki er vitað til að þeir …
Íslenskur haförn á flugi. Ekki er vitað til að þeir fari til annarra heimsálfa. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sam­tals sáust 16 hafern­ir á Snæ­fellsnesi, fleiri en nokkru sinni fyrr, en ár­leg taln­ing vetr­ar­fugla sýn­ir að gríðarlegt fugla­líf er á Snæ­fellsnesi. Sam­kvæmt taln­ingu á norðan­verðu nes­inu voru þar sam­tals 29 þúsund fugl­ar af 39 teg­und­um. Nátt­úru­stofa Vest­ur­lands seg­ir fugla­lífið óvenju blóm­legt vegna mik­ill­ar síld­ar­gengd­ar á Breiðafirði, fjórða vet­ur­inn í röð.

Á vef stof­unn­ar seg­ir að mesta at­hygli veki gríðarleg­ur fjöldi máfa, súlna og annarra fiskiæta.

Tald­ar eru upp al­geng­ustu teg­und­irn­ar sem voru svart­bak­ur, æðar­fugl og hvít­máf­ur en máf­ar, æður, súla og fýll voru sam­tals ríf­lega 80% af heild­ar­fjölda.

Sjá nán­ar á vef NSV

Upp­lýs­ing­ar um vetr­ar­fugla­taln­ingu á landsvísu má finna á vef Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert