Skora á þingmenn VG í Landsdómsmálinu

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík hefur sent frá sér ályktun þar sem þingmenn flokksins eru hvattir til þess „að vera samkvæmir sjálfum sér og greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að máli Geirs H. Haarde verði vísað frá landsdómi“. Ályktunin í heild er svohljóðandi:

„Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík hvetur þingmenn flokksins að vera samkvæmir sjálfum sér og greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að máli Geirs H. Haarde verði vísað frá landsdómi. Meðferð málsins fyrir landsdómi er mikilvægur liður í uppgjöri þjóðarinnar við m.a. frjálshyggjuna og bankahrunið.“

Þess má geta að þingmenn vinstri-grænna greiddu allir atkvæði með því haustið 2010 að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrði ákærðir vegna bankahrunsins og aðdraganda þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka