Skora á þingmenn VG í Landsdómsmálinu

Stjórn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs í Reykja­vík hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem þing­menn flokks­ins eru hvatt­ir til þess „að vera sam­kvæm­ir sjálf­um sér og greiða at­kvæði gegn þings­álykt­un­ar­til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins þess efn­is að máli Geirs H. Haar­de verði vísað frá lands­dómi“. Álykt­un­in í heild er svohljóðandi:

„Stjórn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs í Reykja­vík hvet­ur þing­menn flokks­ins að vera sam­kvæm­ir sjálf­um sér og greiða at­kvæði gegn þings­álykt­un­ar­til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins þess efn­is að máli Geirs H. Haar­de verði vísað frá lands­dómi. Meðferð máls­ins fyr­ir lands­dómi er mik­il­væg­ur liður í upp­gjöri þjóðar­inn­ar við m.a. frjáls­hyggj­una og banka­hrunið.“

Þess má geta að þing­menn vinstri-grænna greiddu all­ir at­kvæði með því haustið 2010 að fjór­ir fyrr­ver­andi ráðherr­ar yrði ákærðir vegna banka­hruns­ins og aðdrag­anda þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert