Steingrímur heldur sínum stól

Steingrímur J. Sigfússon í sæti fjármálaráðherra á Alþingi.
Steingrímur J. Sigfússon í sæti fjármálaráðherra á Alþingi. mbl.is/Golli

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sit­ur áfram næst for­seta­stóli, for­seta til vinstri hand­ar, á Alþingi þótt hann sé ekki leng­ur fjár­málaráðherra. Síðustu fjöru­tíu árin hef­ur fjár­málaráðherra setið í þess­um stól, með einni und­an­tekn­ingu.

For­sæt­is­ráðherra ákveður sæta­skip­an ráðherra á Alþingi. Ákvörðun er í raun tek­in fyr­ir fyrsta rík­is­stjórn­ar­fund hverr­ar rík­is­stjórn­ar því sæta­skip­an­in end­ur­spegl­ar röðina við rík­is­stjórn­ar­borðið.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir að frá því Jó­hann Haf­stein tók við for­ystu í rík­is­stjórn, 1970, hef­ur for­sæt­is­ráðherra jafn­an setið næst for­seta, hon­um til hægri hand­ar, og ut­an­rík­is­ráðherra við hlið hans enda hef­ur það oft verið formaður ann­ars stjórn­ar­flokks­ins. Fjár­málaráðherra hef­ur setið hinum meg­in for­seta­stóls, for­seta til vinstri hand­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert