„Svara strax, Ögmundur“

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Sverrir Vilhjálmsson

„Ég er ósam­mála Ögmundi Jónas­syni um að nú eigi að aft­ur­kalla ákær­una á hend­ur Geir Haar­de og hissa á því að ráðherra dóms­mála vilji stöðva rétt­ar­hald í miðjum klíðum,“ seg­ir Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á heimasíðu sinni í dag.

Mörður gagn­rýn­ir Ögmund Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, harðlega vegna grein­ar hans í Morg­un­blaðinu í dag þar sem Ögmund­ur lýs­ir þeirri skoðun sinni að rangt hafi verið af Alþingi að ákæra Geir H. Haar­de, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra, fyr­ir Lands­dómi haustið 2010.

Spyr Mörður að því hvað Ögmund­ur eigi við í grein­inni með því að at­kvæðagreiðslan á Alþingi hafi tekið á sig „af­skræmda flokk­spóli­tíska mynd“ og hvort hann sé með því að taka und­ir þá skoðun sjálf­stæðismanna að Sam­fylk­ing­in hafi skipu­lagt at­kvæðagreiðsluna þannig að henn­ar ráðherr­ar slyppu við ákæru.

„Ögmund­ur hef­ur auðvitað full­an rétt til að taka af­stöðu til til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar, og gera op­in­bera syndajátn­ingu í Mogg­an­um. Annað mál er hins­veg­ar að ata auri fólk sem hann á ekk­ert sök­ótt við – og starfar með í mik­il­væg­ustu rík­is­stjórn síðustu ára­tuga á Íslandi,“ seg­ir Mörður og lýk­ur grein­inni með orðunum: „Svara strax, Ögmund­ur.“

Heimasíða Marðar Árna­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert