Útburður í Breiðagerði

Beita þurfti valdi þegar Heimavarnarliðið reyndi að koma í veg fyrir útburð úr einbýlishúsi í Breiðagerði í dag. Eftir rekistefnu staðfesti lögreglan að Sýslumaðurinn í Reykjavík hefði úrskurðað að útburðurinn færi fram og hóf að bera fólk út úr húsi. Sýslumaður hafði í ágúst frestað útburðinum á meðan Fjármálaeftirlitið tók athugasemdir húsráðanda við vinnulag Arion banka í málinu til skoðunar.

Þorvaldur Þorvaldsson, Heimavarnarliðsmaður, segir að kæra vegna málsins liggi fyrir hjá efnahagsbrotadeild og sérstökum saksóknara og er mjög ósáttur við aðgerðirnar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert