Vara við mikilli ölduhæð

Rækjutogarinn Húsey. Úr myndasafni.
Rækjutogarinn Húsey. Úr myndasafni. mbl.is/Hafþór

Land­helg­is­gæsl­an var­ar við mik­illi öldu­hæð á suðurmiðum og suður­djúpi og suðaust­ur­miðum og suðaust­ur­djúpi í nótt og fram und­ir miðnætti á morg­un. Spáð er allt að 14 metra öldu­hæð en það er í meira lagi. Til dæm­is sigl­ir Herjólf­ur ekki til Vest­manna­eyja ef öldu­hæðin er meiri en fjór­ir metr­ar.

Þá má nefna að 14 metr­ar eru á við fjög­urra til fimm hæða fjöl­býl­is­hús.

Að sögn starfs­manns hjá Land­helg­is­gæsl­unni er sjald­gæft að öldu­hæðin sé svo mik­il.

Jafn­framt er varað við allt að 35 metra á sek­úndu fár­viðri á þess­um hafsvæðum.

Eru sjófar­end­ur því hvatt­ir til að sýna ýtr­ustu varúð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert