„Ég vísa því algjörlega á bug að við séum með einhverjar rangfærslur, við erum að sjálfsögðu að vinna fyrir okkar málstað hjá SA og sá málstaður snýst fyrst og fremst um það að skapa hérna fleiri störf, ná niður atvinnuleysinu, bæta lífskjörin og komast út úr kreppunni.“
Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spurður út í ásakanir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á hendur SA þess efnis að samtökin hafi haldið uppi linnulausum rangfærslum og áróðri gegn ríkisstjórninni.