Fimmtán árekstrar hafa í morgun komið til kasta Áreksturs.is, sem aðstoðar ökumenn sem hafa lent í umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu. Að minnsta kosti tveir bílar, sem áttu hlut að máli í morgun, voru á sumardekkjum.
Talsvert hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu og eru götur því hálar og skyggni lítið. Af árekstrunum 15 voru fjórir þar sem þrír bílar áttu í hlut. Að minnsta kosti fimm bílar voru óökufærir eftir umferðaróhöpp í morgun.