Jón og Atli vilja umræðu um tillöguna

Landsdómur kemur saman á fyrsta fundi.
Landsdómur kemur saman á fyrsta fundi. mbl.is/Kristinn

„Ég lýsti því yfir innan þingflokksins fyrir jól, þegar málið fór til meðferðar þar, að mér þætti lýðræðislega eðlilegt að málið kæmi fyrir Alþingi ef fram kæmi ósk um að endurskoða málið. Það er sjálfsögð krafa að málið fái umfjöllun Alþingis.“

Þetta segir Jón Bjarnason, þingmaður VG, spurður um þá tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að vísa beri ákærunni á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi frá. „Það er ekki lýðræðislega rétt að vísa málinu frá,“ segir Jón og vill þar með að þingið ræði tillögu Bjarna. „Það er réttur hvers þingmanns að fylgja sannfæringu sinni í málinu.“

Þegar Alþingi greiddi á sínum tíma atkvæði um hvort ákæra ætti fjóra fyrrv. ráðherra fyrir landsdómi greiddu allir 15 þáverandi þingmenn VG atkvæði með því að ákæra fjórmenningana. Skv. heimildum blaðsins líta nokkrir þingmenn VG svo á að þeir séu óbundnir af afstöðu flokksforystunnar í málinu.

Rætt er við Atla Gíslason, fyrrv. þingmann VG og formann þingmannanefndar sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna, í Morgunblaðinu í dag. Lýsir Atli þar yfir stuðningi við að tillaga Bjarna verði tekin til efnislegrar meðferðar á þingi og er andvígur því að vísa málinu frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka