Lækkuðu kostnað við skólana

Sveitarfélögunum tókst að lækka kostnað við rekstur grunnskólana árið 2010 um 1,5 milljarða króna og við leikskólana um einn milljarð. Starfsfólki skólanna fækkaði á árinu.

Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um rekstur leik- og grunnskóla á síðasta ári.

Rekstur grunnskólans kostaði sveitarfélögin 51,6 milljarða árið 2010, sem er 1,5 milljörðum minna en árið 2009. Rekstur leikskólanna kostaði sveitarfélögin 26,9 milljarða sem er einum milljarði minna en árið á undan.

Starfsmönnum grunnskólanna fækkaði um 262 á árinu 2010 og starfsmönnum leikskólanna fækkaði um 800.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka