Fréttaskýring: Lýsing ekki öllum jafn eftirsóknarverð

Svona lítur ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu út frá Bláfjöllum.
Svona lítur ljóshjúpurinn yfir höfuðborgarsvæðinu út frá Bláfjöllum. Ljósmynd/Snævarr Guðmundsson

Fæst­ir hafa lík­lega hugsað sér næt­ur­myrkrið sem nátt­úru­auðlind og vilja lýsa hjá sér sem mest þeir geta í svart­asta skamm­deg­inu. Þó eru sí­fellt fleiri að kom­ast á þá skoðun að fleira búi í myrkr­inu en áður var talið og jafn­vel megi nota það til markaðssetn­ing­ar lands­ins. Einn fárra sem berj­ast fyr­ir því að stjórn­völd komi bönd­um á ljós­meng­un hér á landi er Snæv­arr Guðmunds­son land­fræðing­ur, en hann kortlagði ljós­meng­un yfir höfuðborg­ar­svæðinu í rit­gerð sinni til BS-gráðu við líf- og um­hverf­is­vís­inda­deild Há­skóla Íslands.

Ein helsta ástæða þess að Snæv­arr réðst í skoðun ljós­meng­un­ar var sú að gerðar hafa verið rann­sókn­ir er­lend­is sem sýna fram á hvernig ástatt er í helstu borg­um. Eng­in rann­sókn hafði verið gerð hér á landi en um það rætt að þótt ljós­meng­un telj­ist í fjöl­mörg­um borg­um mik­il væri hún engu að síður meiri í Reykja­vík. „Til þess að staðreyna þetta þurfti að hafa sam­an­b­urð og ég notaði tvær dæmi­gerðar borg­ir í Evr­ópu,“ seg­ir Snæv­arr. „Í sam­an­b­urði við þær er ljós­meng­un miklu meiri hér, og því má segja að fót­ur sé fyr­ir þess­ari full­yrðingu.“

Mun meira ljós­flæði

Ljós­meng­un­ina má skoða á marg­an hátt, meðal ann­ars sem áhrif lýs­ing­ar á him­in­inn fyr­ir ofan lýs­ing­arstað, svo­nefnd­an ljós­hjúp sem má sjá á meðfylgj­andi mynd, en einnig sem ljós­flæði á lýs­ing­arstað.

Ljós­flæði, mælt í mæliein­ing­unni lúmen, ef mælt sem meðal­birtu­notk­un á íbúa í sveit­ar­fé­lagi, er um 2.900 lúmen á höfuðborg­ar­svæðinu, eða því svæði sem Orku­veita Reykja­vík­ur sér um. Það er um­tals­vert meira en í Padua á Ítal­íu, 220 þúsund manna borg og í Ösna­bruck í Þýskalandi, 160 þúsund manna borg, þar sem meðal­birtu­notk­un er um 1.300 lúmen. Og í Tuscon í Arizona­ríki, þar sem bjuggu um 800 þúsund manns þegar mæl­ing var gerð, var meðal­birtu­notk­un um 700 lúmen. „Ljós­meng­un er af­leiðing af þessu og þetta hef­ur því meiri áhrif á him­in­inn hjá okk­ur en í sam­an­b­urðar­borg­um. Þá má spyrja, hvers vegna þurf­um við svona mikið ljós?“

Leiðir til að minnka ljós­meng­un eru meðal ann­ars þær að reyna að minnka ljós­flæði en einnig skerma birt­una af. Þannig má sjá að í grón­um hverf­um er mun minni ljós­meng­un en í þeim nýrri.

Brugðist verður við

Nú kann að vera að eitt­hvað fari að draga úr ljós­meng­un í Reykja­vík því um­hverf­is­ráðherra upp­lýsti það á Alþingi á mánu­dags­kvöld að inn­an skamms fengi skil­grein­ing á ljós­meng­un stað í bygg­ing­ar­reglu­gerð. „Í drög­um að þeirri reglu­gerð, sem gert er ráð fyr­ir að taki gildi á næstu vik­um, er sett fram sú skil­grein­ing að ljós­meng­un sé þau áhrif sem verða á um­hverfið af mik­illi og óhóf­legri lýs­ingu í næt­ur­myrkri,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir og bætti við að gerð væri til­laga um að í reglu­gerðinni yrði ákvæði um að við hönn­un á úti­lýs­ingu skyldi gæta þess að ekki yrði um óþarfa ljós­meng­un að ræða frá flóðlýs­ing­um mann­virkja og frá götu- og veg­lýs­ingu.

Þannig á að tryggja að úti­lýs­ingu sé beint að viðeig­andi svæði og nota skuli skermaða lampa sem varpi ljósi niður og valdi þess vegna minni glýju og næt­ur­bjarma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert