Ríkið hætti að styrkja stjórnmálaflokka

mbl.is/Arnaldur Halldórsson


Ung­ir sjálf­stæðis­menn fagna ný­legri til­lögu Lilju Móses­dótt­ur um að ríkið hætti að styrkja stjórn­mála­flokka. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá SUS.

„Sam­kvæmt fjár­lög­um næsta árs er gert ráð fyr­ir að um 300 millj­ón­ir króna renni úr vasa skatt­greiðenda til stjórn­mála­flokka. Það er um helm­ing­ur þeirr­ar fjár­hæðar sem gert var ráð fyr­ir að skor­in yrði niður á Land­spít­al­an­um.

Stjórn­mála­menn eiga að fara fram með góðu for­dæmi og hefja sparnað í rík­is­fjár­mál­um hjá sjálf­um sér. Fækk­un ráðuneyta er dæmi um skref í rétta átt hvað það varðar. Sam­hliða af­námi rík­is­styrkja er nauðsyn­legt að af­nema há­marks­styrki til stjórn­mála­flokka. Það aðhald sem lýðræðið veit­ir stjórn­mála­flokk­um á að vera nægj­an­legt aðhald með fjár­mál­um þeirra," seg­ir í til­kynn­ingu SUS.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert