Þungur tónn vegna svika

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson SteinarH

„Það er mjög þung­ur tónn vegna svika rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það end­ur­speglaðist á þess­um fundi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, eft­ir lang­an formanna­fund Starfs­greina­sam­bands­ins eft­ir há­degi í dag. Hann er þó mót­fall­inn því að samn­ing­um verði sagt upp.

„Það er gríðarlega mik­il gremja meðal formann­anna vegna sí­end­ur­tek­inna svika rík­is­stjórn­ar­inn­ar. End­an­leg afstaða verður hins veg­ar tek­in á formanna­fundi ASÍ á morg­un,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „Það var yf­ir­grips­mik­il yf­ir­ferð yfir mál­in á fund­in­um,“ seg­ir hann.

Verka­lýðsfé­lag Akra­ness og Fram­sýn voru ekki hluti af samn­inga­nefnd SGS þegar kjara­samn­ing­arn­ir voru gerðir í fyrra held­ur sömdu sér. For­menn 13 aðild­ar­fé­laga SGS sem af­hentu Starfs­greina­sam­band­inu kjara­samn­ings­um­boð í síðustu samn­ing­um eru nú á fundi þar sem móta á af­stöðu SGS til þess hvort segja beri upp samn­ing­um eða ekki.

Að sögn Vil­hjálms hafa þrjú af aðild­ar­fé­lög­um SGS þegar lýst yfir að þau vilji að samn­ing­um verði sagt upp. Vil­hjálm­ur seg­ist hins veg­ar ótt­ast að ef svo færi þá gætu launþegar lent í sömu stöðu og árið 2009 „þegar launa­hækk­an­ir voru hafðar af fólki sam­hliða stöðug­leika­sátt­mál­an­um“.

Lýsa yfir van­trausti á rík­is­stjórn­ina

„Ég er mót­fall­inn því að segja upp kjara­samn­ing­um vegna þess að það er ekki verið að sækja fram launa­hækk­an­ir handa launa­fólki núna. Málið snýst fyrst og fremst um svik rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Við höf­um horft upp á þetta allt frá ár­inu 2008, þegar gert var sam­komu­lag við fyrr­ver­andi rík­is­stjórn. Það búið er að svíkja hvert sam­komu­lagið á fæt­ur öðru. Þess vegna finnst mér ekk­ert annað vera í stöðunni en að lýsa yfir full­komnu van­trausti á rík­is­stjórn­ina,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert