Tónninn sá að rétt sé að framlengja

Miðstjórn Samiðnar tekur ákvörðun um gildi kjarasamninga í fyrramálið.
Miðstjórn Samiðnar tekur ákvörðun um gildi kjarasamninga í fyrramálið. mbl.is/Kristinn

„Mér heyr­ist tónn­inn vera frek­ar á þá lund að við ætl­um að fram­lengja,“ seg­ir Finn­björn Her­manns­son, formaður Samiðnar, um umræðuna um end­ur­skoðun kjara­samn­inga. Aðilar­fé­lög Samiðnar hafa fundað um þessi mál að und­an­förnu.

Finn­björn seg­ir ljóst að menn séu ekki sátt­ir við stöðuna en leggja verði heild­stætt mat á málið. „Okk­ar fé­lags­mönn­um kem­ur bet­ur að fram­lengja en að segja upp núna og stofna til ófriðar og ólgu á vinnu­markaðinum,“ seg­ir Finn­björn.

Miðstjórn Samiðnar kem­ur sam­an í fyrra­málið og þar verður tek­in sam­eig­in­leg ákvörðun sem verður síðan send samn­inga­nefnd ASÍ um það hvort veita eigi heim­ild til að segja upp kjara­samn­ing­um eða fram­lengja samn­ing­ana.

Formanna­fund­ur ASÍ verður hald­inn á morg­un en þar er fyrst og fremst um sam­ráð að ræða. Hvert sam­band fyr­ir sig tek­ur ákv­arðanir um for­send­ur og gildi samn­ing­anna og er end­an­leg ákvörðun um end­ur­nýj­un þeirra í hönd­um samn­inga­nefnd­ar ASÍ og viðsemj­endanna í svo­nefndri for­sendu­nefnd. Sú ákvörðun þarf að liggja fyr­ir í síðasta lagi fyr­ir kl. 16 á föstu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert