VG skoðar þjóðnýtingu fjármálastarfsemi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í ræðupúlti á síðasta landsfundi …
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í ræðupúlti á síðasta landsfundi VG. Skapti Hallgrímsson

Flokksmenn Vinstri grænna hafa til skoðunar ályktun um þjóðnýtingu fjármálastarfsemi á Íslandi. Hefur ályktuninni og fyrri hluta ályktunar um stöðu skuldara verið vísað til málefnaþings um fjármálastarfsemi sem fyrirhugað er að halda í lok febrúar.

Þá hafa flokksmenn ákveðið að halda áfram umræðum um lýðræði í flokksstarfinu og hafa í því skyni ákveðið að setja á fót hóp um mótun lýðræðisstefnu VG. Hefur hann m.a. það hlutverk að taka fyrir þær tvær ályktanir sem lágu fyrir fundinum um lýðræðisstefnu og lýðræðisumbætur.

Auglýst eftir félögum

Fram kemur á vef VG að á landsfundi hafi verið ákveðið að „fela flokksstjórn áframhaldandi starf við mótun lýðræðisstefnu og stjórn falið að auglýsa eftir félögum til að mynda starfshóp sem hefði það hlutverk að halda utan um og leiða mótun stefnunnar“.

Fyrsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar klukkan 17.15 á Suðurgötu 3.

Nánari upplýsingar um ályktanirnar er að finna á vef VG, vg.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert