8 ára fangelsi

Hæstirétt­ur þyngdi í dag refs­ingu yfir karl­manni, sem framdi kyn­ferðis­brot gegn þrem­ur stúlku­börn­um. Var maður­inn dæmd­ur í 8 ára fang­elsi en Héraðsdóm­ur Suður­lands hafði áður dæmt mann­inn í 7 ára fang­elsi.

Var maður­inn dæmd­ur til að greiða einni stúlk­unni þrjár millj­ón­ir króna í bæt­ur, ann­arri 800 þúsund krón­ur og þeirri þriðju 400 þúsund krón­ur.

Nafn manns­ins er ekki birt í dómi Hæsta­rétt­ar af til­lits­semi við stúlk­urn­ar sem hann braut gegn.

Hæstirétt­ur seg­ir, að brot manns­ins hafi verið mjög gróf og al­var­leg. Brot hans gegn einni stúlk­unni, sem er fædd 2001, voru mar­g­end­ur­tek­in en þar á meðal voru sex nauðgun­ar­brot en þau voru fram­in þegar stúlk­an var 7-8 ára. Brot­in voru fram­in á heim­ili manns­ins þar sem stúlk­an dvaldi oft vegna tengsla manns­ins við móður henn­ar.  

Styrk­ur og ein­beitt­ur brota­vilji

Þá var það metið mann­in­um til refsiþyng­ing­ar að hann tók í mörg­um til­vik­um hreyfi­mynd­ir og ljós­mynd­ir af at­hæfi sínu gagn­vart stúlk­unni og seg­ir Hæstirétt­ur að af því megi ráða að brota­vilji hans hefði verið mjög styrk­ur og ein­beitt­ur.  Að auki fund­ust 8054 ljós­mynd­ir og 623 hreyfi­mynd­ir, sem sýna börn á kyn­ferðis­leg­an og klám­feng­inn hátt og í kyn­ferðis­at­höfn­um með dýr­um, í fór­um manns­ins.

Hann var einnig sak­felld­ur fyr­ir að hafa árið 2001 brotið gegn 11 ára dótt­ur þáver­andi sam­býl­is­konu sinn­ar. Loks var hann fund­inn sek­ur um að hafa á síðasta ári káfað á níu ára stúlku sem var gest­kom­andi á heim­ili hans. 

Einu sinni áður hef­ur sak­born­ing­ur verið dæmd­ur í 8 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn barni. Sá dóm­ur var kveðinn upp árið 2008. Sak­born­ing­ur var þá dæmd­ur til átta ára fang­elsis­vist­ar vegna brota gegn stjúp­dótt­ur sinni.

Kært árið 2010

Móðir einn­ar stúlk­unn­ar kærði mann­inn til lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um í maí árið 2010 fyr­ir kyn­ferðis­brot. Maður­inn var hand­tek­inn og yf­ir­heyrður og hald lagt á tölvu­búnað hans en hon­um var síðan sleppt. Maður­inn var síðan úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald í júní í fyrra og hef­ur setið í varðhaldi síðan. Hörð gagn­rýni kom fram á lög­regl­una á Sel­fossi fyr­ir að krefjast ekki gæslu­v­arðhalds yfir mann­in­um strax í kjöl­far kær­unn­ar.

Hæstirétt­ur staðfesti niður­stöðu héraðsdóm um bæt­ur til stúlkn­anna. Héraðsdóm­ur sagði m.a. um bóta­kröfu yngstu stúlk­unn­ar, að maður­inn hafi beitt hana kyn­ferðis­legu of­beldi í tvö ár með ófyr­ir­séðum af­leiðing­um. Hann hafi gengið svo langt að hann hafi myndað barnið meðan hann braut á því.

Þrátt fyr­ir að lög­reglu hafi ekki tek­ist að sanna dreif­ingu á mynd­un­um væri ekki hægt að úti­loka að þeim hafi verið dreift. Ef slíkt efni sé komið í dreif­ingu sé ómögu­legt að ná því til baka af ver­ald­ar­vefn­um með til­heyr­andi skaða og óör­yggi fyr­ir barnið um alla framtíð.

Þá sýni gögn frá kenn­ur­um stúlk­unn­ar og Barna­húsi hversu al­var­leg­ar af­leiðing­ar brot manns­ins hafi haft á hana. Erfitt sé að meta skaðann sem jafnal­var­leg brot geti valdið svo ungu barni til framtíðar og geti liðið lang­ur tími þar til af­leiðing­arn­ar komi í ljós. Sé ljóst að hún neyðist til að læra að lifa með þessa slæmu reynslu sína og horf­ast í augu við hana sem sé þung­ur baggi að bera allt lífið. Hún muni fyr­ir­sjá­an­lega þurfa á aðstoð sér­fræðinga að halda við að vinna úr af­leiðing­un­um í fjöl­mörg ár ef ekki ævi­langt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert