Aðeins efnað fólk getur notað innanlandsflug

Flugfélag Íslands
Flugfélag Íslands

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af hækkandi fargjöldum í innanlandsflugi. Forsvarsmenn Flugfélags Íslands hafa sagt að fargjöld muni hækka umtalsvert vegna hækkana á opinberum gjöldum.

Bæjarstjórnin bendir á að slíkar hækkanir leiði til þess að aðeins verði á færi hinna efnameiri að nýta sér þennan ferðamáta. „Ljóst er að íbúar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á landsbyggðinni þurfa að sækja ýmsa þjónustu til höfuðborgarsvæðisins, enda er þar miðstöð stjórnsýslu og þjónustu, og þá er flug af augljósum ástæðum oft eini fararmátinn sem til greina kemur, a.m.k hjá þeim sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu. Flugfargjöld eru nú þegar mjög há og dæmi eru um að gjöldin standi í vegi fyrir því að fólk hafi hreinlega efni á að sækja sér þjónustu sem telst til sjálfsagðra mannréttinda og ætti ekki að vera háð búsetu og efnahag,“ segir í ályktun bæjarstjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert