Olís hækkaði í gær verð á bensíni og kostar lítrinn nú 243,30 krónur. Hinn 9. janúar hækkaði verðið á bensíni hjá Olís í 240,60 krónur lítrinn. Önnur olíufélög hafa ekki hækkað verð á bensíni.
Hjá Orkunni kostar lítrinn af bensíni 240 krónur og tíu aurum meira hjá Atlantsolíu. Hjá Skeljungi kostar lítrinn 242,40 krónur.
Verð á dísilolíu hefur ekki hækkað en lítrinn af dísil kostar nú 252,40 krónur hjá Orkunni þar sem það er lægst og 252,70 krónur hjá Olís þar sem verðið er hæst.