Bensínið dýrast hjá Olís

Olís hækkaði í gær verð á bensíni og kostar lítrinn nú 243,30 krónur. Hinn 9. janúar hækkaði verðið á bensíni hjá Olís í 240,60 krónur lítrinn. Önnur olíufélög hafa ekki hækkað verð á bensíni.

Hjá Orkunni kostar lítrinn af bensíni 240 krónur og tíu aurum meira hjá Atlantsolíu. Hjá Skeljungi kostar lítrinn 242,40 krónur.

Verð á dísilolíu hefur ekki hækkað en lítrinn af dísil kostar nú 252,40 krónur hjá Orkunni þar sem það er lægst og 252,70 krónur hjá Olís þar sem verðið er hæst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert