Bjarni: Ögmundur hefur vaxið mjög af framgöngu sinni

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson Kristinn Ingvarsson

„Mér finnst hann hafa vaxið mjög af framgöngu sinni í málinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um greinaskrif Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra  um Geirsmálið, í umræðuþættinum Hrafnaþingi í kvöld.

Bjarni kvaðst telja að ef þingmenn fylgdu sannfæringu sinni í Geirsmálinu á morgun myndi frávísunartillaga hans hljóta góðan stuðning. Hann óttaðist hins vegar að þessir sömu þingmenn yrðu beittir flokksþvingun.

Bjarni ræddi einnig ítök fjármálaaflanna í íslensku samfélagi fyrir hrun með þeim orðum að „peningarnir hefðu tekið völdin“. Fákeppni væri meinsemd í litlu samfélagi. Deilan um fjölmiðlafrumvarpið hefði snúist um hvort ráðandi aðilar a vissum mörkuðum ættu að „gína yfir fjölmiðlamarkaðnum“ líka.

Vefur ÍNN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka