„Ég treysti þjóðinni“

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir Ernir Eyjólfsson

„Varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og ESB, þá er munurinn á mér og Vigdísi Hauksdóttur að ég treysti þjóðinni til að meta það hvort hún vilji þá samninga sem við komum með þegar samningsferlinu er lokið.“ Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi um aðildarviðræðurnar að ESB.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, benti Jóhönnu á tillögu sína um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort haldið verði áfram aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Hún vísaði í skoðanakönnun sem fram kemur að 63% svarenda séu á móti aðild að ESB og spurði hvort ekki ætti að fara að vilja þjóðarinnar.

Jóhanna sagði þjóðina eiga að taka afstöðu til þess hvort hún telji hagsmunum Íslands betur borgið innan Evrópusambandsins eða utan á grundvelli þeirra samninga sem ríkisstjórnin komi með. „Treystu nú þjóðinni til að meta það hvort hún telji það rétt eða rangt að Ísland gangi í ESB,“ sagði Jóhanna og benti á að fjöldi fólks væti að leggja sig fram við að ná sem bestum samningum fyrir þjóðina.

Vigdís svaraði því til að hún treysti þjóðinni. Það væri hins vegar þjóðin, og stjórnarandstaðan, sem treysti ekki ríkisstjórninni til að „víla og díla“ með málið í Brussel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert