Óánægja með svikin loforð stjórnvalda

„Menn eru hundfúlir yfir þessari óvirðingu sem stjórnvöld sýna okkur, að skrifa upp á yfirlýsingu og standa svo ekki við hana. Okkur finnst þetta raunveruleg svik,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.

Þungt hljóð var í formönnum sambandsins á löngum fundi í gær og lýstu þeir í ályktun miklum vonbrigðum með vanefndir ríkisstjórnarinnar á loforðum sem gefin voru við undirritun kjarasamninga.

Björn segir ljóst að verkalýðshreyfingin geti ekki treyst stjórnvöldum. „Við semjum við oddvita ríkisstjórnarinnar en svo láta ráðherrar yfir ákveðnum málaflokkum eins og það hafi ekkert verið talað við þá og þá þurfi þeir ekki að standa við það sem samið var um. Þetta er bara stjórnleysi.“

Endurskoðun kjarasamninga á að vera lokið 20. janúar og hafa þrjú af aðildarfélögum SGS lýst því yfir að þau vilji að kjarasamningum verði sagt upp. Samninganefnd Flóafélaganna; Eflingar, Hlífar og VSFK samþykkti hinsvegar á fundi í gærkvöld einróma ályktun þar sem veitt var umboð til framlengingar kjarasamninga.

Á fundinum voru stjórnvöld engu að síður gagnrýnd harðlega fyrir að vinna gegn markmiðum samninganna um stöðugleika og atvinnuuppbyggingu og grafa undan langri hefð fyrir árangursríku samstarfi aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert