Óformlegar viðræður í Kópavogi

Frá fundi bæjarráðs Kópavogs fyrr í vikunni.
Frá fundi bæjarráðs Kópavogs fyrr í vikunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég hef rætt óformlega við nokkra aðila en hef ekki verið á neinum formlegum fundum um myndun nýs meirihluta. Ég hef rætt við velflesta í bæjarstjórn,“ segir Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi X-listans, Næstbesta flokksins í Kópavogi.

Að sögn Hjálmars var haldinn fundur í bæjarráði í morgun og segir hann fundinn hafa farið einkar vel fram. Ekkert hafi verið um bókanir sem snúa að einstökum bæjarfulltrúum og flokkum, eins og gjarnan vill verða.

Til stóð að formleg starfslok Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra yrðu í dag, en þeim hefur verið frestað. „Það getur verið að það sé verið að leita álits faglegra aðila eins og Sambands íslenskra sveitarfélaga eða BHMR á framkvæmd uppsagnarinnar.“

Spurður hvort hann sé tilbúinn til að mynda nýjan meirihluta segist Hjálmar þurfa að íhuga málið. „Ég verð að fá að hugsa það í ljósi fundarins í morgun, hann gekk svo vel þannig að ég velti því fyrir mér hvort við þurfum nokkuð að hafa meirihluta.“

Hjálmar Hjálmarsson, bæjartulltrúi X-listans.
Hjálmar Hjálmarsson, bæjartulltrúi X-listans. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert