Þjónkun við pólitíska yfirstétt

Þingmenn Hreyfingarinnar.
Þingmenn Hreyfingarinnar.

Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýna harðlega að forseti Alþingis skuli hafa ákveðið að taka á dagskrá þingsins á morgun þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formann Sjálfstæðisflokks, um að mál Alþingis gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi verði fellt niður.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingmönnum Hreyfingarinnar þar sem m.a. er bent á að tillagan sé á dagskrá á þriggja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar svonefndu. 

„Sú ákvörðun forseta Alþingis að taka tillöguna á dagskrá, og grípa þar með inn í dómsmál, er í hrópandi ósamræmi við fyrri afstöðu forseta í sambærilegu máli; máli níumenninganna svokölluðu,  sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi, máli valdsins gegn skrílnum.  Að taka tillögu sem þessa á dagskrá er að okkar mati bæði Alþingi sem og forseta þingsins til minnkunar.  Í ljósi þess vantrausts sem ríkir í garð þingsins töldu sjálfsagt margir að botninum væri náð.  Því miður hefur forseta þingsins nú tekist að setja Alþingi enn neðar með þessari þjónkun við þá pólitísku yfirstétt sem hún tilheyrir.

Æðstu embættum samfélagsins fylgja ábyrgð og skyldur.  Því hlýtur að vera eðlileg krafa að þeir sem embættunum gegna axli ábyrgð á störfum sínum. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að málið gegn fyrrverandi forsætisráðherra byggist á lögum um ráðherraábyrgð," segir í yfirlýsingu þingmannanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka