Vaxandi andstaða við ESB-aðild

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni …
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni. mbl.is/Utanríkisráðuneytið

Meiri­hluti Íslend­inga er sem fyrr and­víg­ur því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem Capacent gerði fyr­ir Heims­sýn, hreyf­ingu sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um.

Sam­kvæmt könn­un­inni eru 63% á móti inn­göngu í sam­bandið en 37% henni hlynnt sé aðeins miðað við þá sem taka af­stöðu með eða á móti.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Heims­sýn að andstaðan hafi auk­ist frá sam­bæri­legri könn­un sem í júní síðastliðnum en þá hafi 57,3% verið and­snú­in því að ganga inn í ESB en 42,7% verið því hlynnt.

Séu þeir tekn­ir með í mynd­ina sem ekki hafa gert upp hug sinn eru 53,5% al­farið, mjög eða frek­ar and­víg aðild að ESB en tæp­ur þriðjung­ur eða 31,5% al­farið, mjög eða frek­ar hlynnt henni.

Könn­un­in nú var gerð á tíma­bil­inu októ­ber til des­em­ber og byggð á 1.085 svör­um. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða and­vígt aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Heimasíða Heims­sýn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert