Vaxandi andstaða við ESB-aðild

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni …
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ásamt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, og Stefáni Hauki Jóhannessyni aðalsamningamanni. mbl.is/Utanríkisráðuneytið

Meirihluti Íslendinga er sem fyrr andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.

Samkvæmt könnuninni eru 63% á móti inngöngu í sambandið en 37% henni hlynnt sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti.

Fram kemur í tilkynningu frá Heimssýn að andstaðan hafi aukist frá sambærilegri könnun sem í júní síðastliðnum en þá hafi 57,3% verið andsnúin því að ganga inn í ESB en 42,7% verið því hlynnt.

Séu þeir teknir með í myndina sem ekki hafa gert upp hug sinn eru 53,5% alfarið, mjög eða frekar andvíg aðild að ESB en tæpur þriðjungur eða 31,5% alfarið, mjög eða frekar hlynnt henni.

Könnunin nú var gerð á tímabilinu október til desember og byggð á 1.085 svörum. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Heimasíða Heimssýnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert