Vonbrigði með ríkisstjórnina

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Golli

Stjórn Lands­sam­bands ís­lenzkra verzl­un­ar­manna lýs­ir sár­um von­brigðum með að rík­is­stjórn Íslands hafi ekki staðið við þau fyr­ir­heit, sem gef­in voru með yf­ir­lýs­ingu henn­ar við gerð kjara­samn­inga hinn 5. maí 2011. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lands­sam­band­inu.

„Vill stjórn­in benda sér­stak­lega á að sú aðför sem gerð er að al­mennu líf­eyr­is­sjóðunum geng­ur þvert á gef­in fyr­ir­heit um jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda á ís­lensk­um vinnu­markaði, sem rík­is­stjórn­in lofaði að haf­ist yrði handa um.

Þá mun það lengi í minn­um haft að rík­is­stjórn, sem kenn­ir sig við nor­ræna vel­ferð, skuli svíkja gef­in lof­orð um þá hækk­un at­vinnu­leys­is­bóta og aðrar hækk­an­ir al­manna­trygg­inga, sem um var samið.

Þrátt fyr­ir svik­in lof­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar tel­ur stjórn Lands­sam­bands ís­lenzkra verzl­un­ar­manna ekki tíma­bært að segja upp nú­gild­andi kjara­samn­ingi. Bygg­ist sú afstaða stjórn­ar­inn­ar á því að í hon­um fel­ast verðmæti fyr­ir versl­un­ar- og skrif­stofu­fólk sem m.a. munu koma til fram­kvæmda 1. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Stjórn LÍV krefst þess af stjórn­völd­um og at­vinnu­rek­end­um að ráðist verði í fjár­fest­ing­ar sem skili fólk­inu í land­inu fleiri störf­um til framtíðar. Að nýta ekki þau tæki­færi sem nú þegar eru til staðar til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar ger­ir ekk­ert annað en að viðhalda þeirri óvissu sem nú rík­ir. Fólkið í land­inu mun ekki láta sitt eft­ir liggja, standi rík­is­valdið og at­vinnu­rek­end­ur við sitt!“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert