Einar K.: Starfsumhverfi sjávarútvegs

Einar K. Guðfinnsson, .
Einar K. Guðfinnsson, .

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann fjallar um viðtal við Steingrín J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í útvarpi sl. sunnudag.

Einar K. segir m.a.: „Ég er viss um að við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra getum sammælst um að breytingar á fiskveiðilöggjöf sem geri helming sjávarútvegsins gjaldþrota þýði á mæltu máli að sjávarútveginum sé kollvarpað. Að fótunum sé kippt undan þessari stærstu útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar. Og ummæli ráðherrans úr útvarpsþættinum sem vitnað er til hér í greinarbyrjun séu þá til marks um að slík leið komi ekki til greina. Menn brenni sig ekki á sama soðinu tvisvar.“

Grein Einars K. Guðfinnssonar má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert