Frávísunartillaga um að vísa frá þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar um að ákæra á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði felld niður, var felld á Alþingi í kvöld. Tillaga Bjarna fær því þinglega meðferð á Alþingi.
Niðurstaða kosningar var að 31 þingmaður greiddi atkvæði gegn tillögunni en 29 voru henni fylgjandi og fer því tillaga Bjarna til nefndar.
Sjá má hvernig einstakir þingmenn greiddu atkvæði hér.