Frávísunartillaga lögð fram

Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag.
Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Fjór­ir þing­menn hafa lagt fram dag­skrár­til­lögu á Alþingi um að vísa frá þings­álykt­un­ar­til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar um að ákæra á hend­ur Geir H. Haar­de verði felld niður. Þetta eru Magnús Orri Schram, Eygló Harðardótt­ir, Birgitta Jóns­dótt­ir og Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir.

Í til­lög­unni seg­ir að Alþingi fari með ákæru­vald í mál­um vegna embætt­is­brota ráðherra. Ákvörðun þess, sem fari með al­mennt ákæru- eða sak­sókn­ar­vald um að fella niður ákæru, verði að byggj­ast á mál­efna­leg­um rök­um. Þetta leiði af grunn­regl­um stjórn­sýsl­unn­ar. Alþingi sé á sama hátt bundið af sjón­ar­miðum um mál­efna­leg­ar for­send­ur. Niður­fell­ing ákæru mundi fyrst og fremst eiga við ef í ljós kæmi að við út­gáfu ákæru hefði verið byggt á röng­um for­send­um í grund­vall­ar­atriðum eða fram kæmu nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem röskuðu grund­velli máls.

Í til­lög­unni seg­ir síðan: „Ákæru­valdi Alþing­is í mál­um vegna meintra brota ráðherra í embætti er þannig fyr­ir komið að eft­ir að þingið hef­ur ákveðið að gefa út ákæru er áfram­hald­andi um­sjón sak­sókn­ar­valds­ins fal­in sak­sókn­ara þings­ins. Verði slík­ur sak­sókn­ari þess áskynja að máls­höfðun sé byggð á röng­um for­send­um í grund­vall­ar­atriðum væri hon­um rétt að beina því til þings­ins að fella hana niður af þeim sök­um.

Í því máli sem hér um ræðir hef­ur ekki orðið neinn sá for­sendu­brest­ur sem rétt­læt­ir að fallið verði frá mál­inu. Eng­in slík beiðni hef­ur borist, hvorki frá sak­sókn­ara Alþing­is né Lands­dómi. Lands­dóm­ur hef­ur hins veg­ar hafnað með úr­sk­urði kröfu um að vísa mál­inu frá í heild og standa því eft­ir fjög­ur atriði máls­höfðun­ar­inn­ar af sex óhögguð."

Dag­skrár­til­lag­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka