Skora á Ólaf Ragnar

Guðni Ágústsson kynnti undirskriftavefinn í dag.
Guðni Ágústsson kynnti undirskriftavefinn í dag. mbl.is/Eggert

Hópur sem hefur áhuga á að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti Íslands hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 í dag.

Í fréttatilkynningu kemur fram að þar verður kynnt vefsíða þar sem skorað er á forseta Íslands að bjóða sig fram til endurkjörs. Síðan heitir askoruntilforseta.is. Auk þess birtast í dag myndskeið á YouTube þar sem einstaklingar skora á Ólaf Ragnar.

Meðal þeirra eru ráðherrarnir fyrrverandi Guðni Ágústsson og Ragnar Arnalds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka