Tæp 3000 hafa skorað á forseta

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson Mbl/Kristinn

„Ég hef aldrei rætt við Ólaf Ragnar hvort hann vildi að við skoruðum á sig,“ segir Baldur Óskarsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari og einn aðstandenda heimasíðunnar Áskorun til forseta Íslands, en hópur fólks sem hefur áhuga á að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti Íslands hefur nú efnt til undirskriftasöfnunar á netinu. 

Söfnunin hófst í dag og hafa nú þegar tæplega 3000 manns skráð sig á heimasíðuna og þannig skorað á forsetann að gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum.

„Það er bara fólkið í landinu sem er að óska eftir því að hann haldi áfram sem forseti,“ segir Baldur og bætir við að hann telji að þjóðin treysti Ólafi Ragnari einna helst til þess að gæta hagsmuna sinna.

„Ég hef verið að tala við fólk í kringum mig og ég finn þennan stuðning [...] Það er eftirspurn eftir Ólafi Ragnari Grímssyni,“ segir Baldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert