Tvísýnt um úrslitin

Óvíst er hvaða áhrif fjarvistir og mögulegar hjásetur þingmanna kunna …
Óvíst er hvaða áhrif fjarvistir og mögulegar hjásetur þingmanna kunna að hafa á afdrif þingsályktunartillögu um Landsdómsmálið. mbl.is/Kristinn

Gríðarlegur þrýstingur er á þingmenn ríkisstjórnarflokkanna um að hafna þingsályktunartillögu sjálfstæðismanna um að Landsdómsákæran gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verði dregin til baka og hefur sá þrýstingur farið stigvaxandi undanfarið.

Þingsályktunartillagan verður tekin til umræðu á Alþingi í dag en hópur þingmanna hyggst leggja fram svonefnda rökstudda dagskrártillögu við umræðuna um að þingsályktunartillagan verði tekin af dagskrá þingsins. Ólíklegt er þó talið að af því verði ef ekki verður talinn vera meirihlutastuðningur fyrir því í umræðunni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og í fréttaskýringu segir, að ýmsir þættir séu til þess fallnir að skapa óvissu um afdrif málsins. Þannig er til að mynda óvíst hvaða áhrif fjarvistir einstakra þingmanna, meðan á umræðum og atkvæðagreiðslum um þingsályktunartillöguna stendur, kunna að hafa á framvindu þess og eins hversu margir þingmenn eiga hugsanlega eftir að kjósa að sitja hjá í atkvæðagreiðslum um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert