Viðræður eru hafnar milli bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Næst besta flokksins og Lista Kópavogsbúa um myndun meirihluta í Kópavogi.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst best flokksins og Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti Lista Kópavogsbúa, skrifa undir.
Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa mynduðu meirihluta með Samfylkingunni og VG en upp úr því samstarfi slitnaði í byrjun vikunnar.