Viðræður um nýjan meirihluta

Bæjarstjórn Kópavogs á fundi.
Bæjarstjórn Kópavogs á fundi. mbl.is/Kristinn

Viðræður eru hafn­ar milli bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, Næst besta flokks­ins og Lista Kópa­vogs­búa um mynd­un meiri­hluta í Kópa­vogi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Ármann Kr. Ólafs­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks, Hjálm­ar Hjálm­ars­son, odd­viti Næst best flokks­ins og Rann­veig Ásgeirs­dótt­ir,  odd­viti Lista Kópa­vogs­búa, skrifa und­ir.

Næst besti flokk­ur­inn og Listi Kópa­vogs­búa mynduðu meiri­hluta með Sam­fylk­ing­unni og VG en upp úr því sam­starfi slitnaði í byrj­un vik­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka