Vísað af þingpöllunum

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Þingverðir vísuðu áhorfanda á þingpöllunum út úr þinghúsinu eftir að hann gerði hróp að ræðu Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hún ræddi um tillögu um að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde.

Maðurinn kallaði: „Hlustaðu á þjóðina!“ Þingverðir báðu manninn að fara af þingpöllunum og varð hann við þeirri bón án þess að sýna neinn mótþróa, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi.

Áhorfendur á þingpöllum mega hlusta á þingræður, en þeir mega ekki blanda sér í umræður í þingsal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert