„Gegndarlaus áróður ESB"

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason Ómar Óskarsson

Evr­ópu­stofa, upp­lýs­inga­miðstöð Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, var opnuð  í dag og mun kynna Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir Íslend­ing­um. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður Heims­sýn­ar, seg­ir að nú hefj­ist gegnd­ar­laus áróður Evr­ópu­sam­bands­ins sjálfs fyr­ir eig­in ágæti.

„Þarna leggst Evr­ópu­sam­bandið á sveif með aðild­ar­sinn­um og þetta er þekkt frá t.d. Nor­egi, Írlandi, Tékklandi og öðrum lönd­um. Bara aug­lýs­ing­arn­ar sem hafa dunið yfir okk­ur síðustu daga vegna opn­un­ar Evr­ópu­stofu eru meiri en aðild­ar­and­stæðing­ar hafa fjár­magn til að aug­lýsa á heilu ári. Evr­ópu­sam­bandið ætl­ar að setja í þetta hundruð millj­óna og er með aug­lýs­inga­skrif­stofu á sín­um snær­um til að kynna eigið ágæti á Íslandi.“

Ásmund­ur bend­ir á að til þess að átta sig á þeim fjár­mun­um sem ESB eyðir á ári í að aug­lýsa sjálft sig og bæta ímynd sína í Evr­ópu megi benda á að sam­bandið eyðir meiru en Coca Cola eyðir í aug­lýs­ing­ar á heimsvísu á einu ári.

„Til sam­an­b­urðar við þau hundruð millj­óna sem sam­bandið ætl­ar að eyða í að aug­lýsa sig á Íslandi fáum við í Heims­sýn okk­ar tekj­ur að mestu frá ein­stak­ling­um. Um 80 pró­sent af okk­ar fjár­mun­um kem­ur í gegn­um val­kvæð fé­lags­gjöld en í fé­lag­inu eur um 6.000 ein­stak­ling­ar.“

Þegar litið er til þeirra ákvæða í ís­lensk­um lög­um sem meina er­lend­um ríkj­um að hlutast til um inn­an­rík­is­mál­efni Íslands seg­ir Ásmund­ur aðkomu Evr­ópu­sam­bands­ins vera á gráu svæði.

„Þetta er á gráu svæði og kall­ar því á að við skerp­um lín­urn­ar í lög­gjöf­inni okk­ar. Við erum lítið land og fá­menn þjóð og því geta bæði ríki og stór­fyr­ir­tæki haft gíf­ur­leg áhrif til að skekkja umræðuna hér á landi. Ég ótt­ast að þessi inn­koma ESB leiði til þess að ekki verði upp­lýst umræða um kosti og galla aðild­ar. Nú reyn­ir veru­lega á þá sem eru inn­an rík­is­stjórn­ar­liðsins að legg­ist á sveif með okk­ur til þess að jafna þenn­an leik og stuðla að umræðu á jafn­rétt­is­grund­velli.“

mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert