„Kannski föst í eigin sannfæringu“

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni í dag að tilfinningin sem bærist innra með henni í dag séu vonbrigði. Vísar hún þar til atkvæðagreiðslunnar á Alþingi í gær þar sem hafnað var að taka af dagskrá þingsályktunartillögu um að landsdómsákæran á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði dregin til baka.

Eygló var ein fjögurra þingmanna sem lögðu fram tillögu um að þingsályktunartillagan yrði tein af dagskrá þingsins og greiddi atkvæði í samræmi við það. Hún segir að fátt hafi komið á óvart í atkvæðagreiðslunni.

„Hjá fæstum þingmönnum, ef einhverjum, snerist atkvæðagreiðslan um Geir H. Haarde, heldur eitthvað allt annað. Hjá sumum snerist þetta um reiði þeirra gagnvart samherjum sínum og vonbrigði með lítið breytt vinnubrögð. Skort á réttlæti. Núverandi stjórnvöld væru ekkert betri. Enn aðrir voru að spila um stöðu sína í flokknum. Ríkisstjórnina. Einhverjir voru hræddir við hvað gæti komið fram við réttarhöldin,“ segir Eygló.

Hún segir að fyrir sér hafi atkvæðagreiðslan á Alþingi snúist um „þrískiptingu valdsins, virðingu fyrir stjórnarskránni og lögum, – að valdi verður að fylgja ábyrgð“, og bætir síðan við: „Kannski föst í eigin sannfæringu, eigin staðfestingarskekkju. Veit ekki.“

Eygló lýkur skrifum sínum á því að segja að miklar vonir hafi verið bundnar við búsáhaldabyltinguna, „nýtt fólk á Alþingi, ný vinnubrögð, nýtt Ísland. Í dag talar enginn um nýtt Ísland lengur“.

Heimasíða Eyglóar Harðardóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert