Hatrið er verst

Einar K. Guðfinnsson og Geir H. Haarde.
Einar K. Guðfinnsson og Geir H. Haarde.

Ein­ar K. Guðfinns­son alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir slæmt að verða vitni að því hatri og heift sem hafi skinið út úr mál­flutn­ingi sumra þing­manna sem tjáðu sig um til­lögu um að draga til baka máls­höfðun gegn Geir H. Haar­de.

„Loft er ekki bara lævi blandað á Alþingi. Verst er að verða vitni að hatr­inu og heift­inni sem kom svo dap­ur­lega fram í ræðum ein­stakra þing­manna sem mæltu gegn til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins um að aft­ur­kalla ákær­una á hend­ur Geir H. Haar­de fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra. Eitt er það að þing­menn tak­ist á af hörku. Það fylg­ir stjórn­mál­un­um á átaka­tím­um. En þetta var allt annað og eitr­ar and­rúms­loftið á þing­inu og þar með í sam­fé­lag­inu. Þetta er mikið áhyggju- og um­hugs­un­ar­efni,“ seg­ir Ein­ar á bloggsíðu sinni.

Ein­ar seg­ir að það sé ótví­rætt á for­ræði Alþing­is að beina því til sak­sókn­ara Alþing­is að aft­ur­kalla ákær­una standi til þess for­send­ur, eins og er í þessu máli. „Ákæru­valdið, Alþingi, verður því að hafa at­beina að mál­inu. Það er stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur og skylda Alþing­is. Það er því ótrú­legt að mæta svo harðneskju­leg­um mót­mæl­um þing­manna gagn­vart því sem blas­ir við að lög­um að gera beri. En þetta verður þó þrátt fyr­ir allt skilj­an­legra þegar maður upp­lif­ir þá miklu heift og hat­ur sem skein út úr mál­flutn­ingi ein­stakra þing­manna, þegar þeir and­mæltu þings­álykt­un­ar­til­lög­unni.“

Bloggsíða Ein­ars

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert