Tæp 15.000 skorað á forsetann

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit standa við Packard-bifreið embættisins.
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit standa við Packard-bifreið embættisins. Morgunblaðið/Eggert

Enn fjölgar undirskrifum á vefsíðunni Áskorun til forseta þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að gefa áfram kost á sér til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningum.

Aðstandendur síðunnar vonast eftir 30-40.000 undirskrifum en þegar frétt þessi er rituð hafa 14.660 manns skorað á forsetann.

Meðal þeirra sem skora á Ólaf Ragnar eru Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, Baldur Óskarsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, og Ásgerður Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert