Varasamt að tefla refskák

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, segir að ef þeir sem tefli refskák vandi sig ekki geti illa farið. Hann segir þetta í pistli á heimasíðu sinni og nefnir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur samflokksmanns sinn og skákmeistara í þessu samhengi.

„ Refskák er af mörgum talin erfiðari viðfangs en sú hefðbundna auk þess sem að geta haft mun afdrifaríkari áhrif í för með sér ef ekki er vel teflt. Ég veit ekki hvort til eru einhver sannindi séu fyrir tengslum á milli skákhæfileika annarsvegar og færni í pólitískri refskák hinsvegar. Ef svo er þá hljóta þau að vera byggð á erlendum rannsóknum,“ segir Björn Valur.

Pistill Björns Vals

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert