Hart sótt að Ögmundi

Spennuþrungið andrúmsloft var í þingsölum á föstudagskvöld þegar atkvæði voru …
Spennuþrungið andrúmsloft var í þingsölum á föstudagskvöld þegar atkvæði voru greidd um frávísunartillögu í Landsdómsmálinu. mbl.is/Golli

Marg­ir liðsmenn Vinstri grænna eru bál­reiðir Ögmundi Jónas­syni inn­an­rík­is­ráðherra fyr­ir að ætla að styðja til­lögu for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, Bjarna Bene­dikts­son­ar, um að lands­dóms­málið gegn Geir H. Haar­de falli niður.

Álf­heiður Inga­dótt­ir og Þrá­inn Bertels­son vilja að ráðherr­ann víki vegna máls­ins. Í at­huga­semd­um á heimasíðu Ögmund­ar hella flokks­menn yfir hann fúkyrðum og kalla hann m.a. kvisl­ing.

Í frétta­skýr­ingu um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að óljóst sé hve marg­ir stjórn­ar­liðar muni styðja til­lögu Bjarna þegar hún kem­ur til at­kvæða eft­ir um­fjöll­un í þing­nefnd. Sam­fylk­ing­armaður­inn Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son var stadd­ur í Afr­íku þegar greidd voru at­kvæði á föstu­dags­kvöld um frá­vís­un vegna til­lög­unn­ar. Hann seg­ist ekki hafa talið ger­legt að kalla inn vara­mann, til þess þurfi fjar­vist að vara í minnst átta daga. Sig­mund­ur seg­ist myndu hafa greitt at­kvæði gegn frá­vís­un og muni styðja til­lögu Bjarna. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is kem­ur sam­an til fund­ar á morg­un, þriðju­dag, til að fjalla um til­lögu Bjarna. Formaður henn­ar, Val­gerður Bjarna­dótt­ir, seg­ir að þá verði rætt um málsmeðferð og efnis­tök. Nefnd­in muni óska eft­ir því að fá gesti til fund­ar en ekki biðja um skrif­leg­ar um­sagn­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert