Lýðræðisleg niðurstaða

Ásta Ragnheiður Jóhannsdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannsdóttir.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að það hefði verið lýðræðisleg niðurstaða sem fékkst í atkvæðagreiðslu um frávísunartillögu á Alþingi sl. föstudag. Menn yrðu að sætta sig við lýðræðislega niðurstöðu.

Ásta Ragnheiður hefur sætt gagnrýni fyrir að taka þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, á dagskrá þingsins og fyrir að greiða atkvæði gegn dagskrártillögu um að málið verði tekið af dagskrá. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, Ungir jafnaðarmenn, lýsti í gærkvöldi m.a. vantrausti á Ástu Ragnheiði vegna þessa.

Ásta Ragnheiður sagði í fréttum RÚV, að sér hefði borið að setja tillögu um niðurfellingu landsdómsmálsins á dagskrá. Þá væri ályktun Ungra jafnaðarmanna um vantraust byggð á misskilningi. Hún væri þingmaður jafnframt því að vera forseti Alþingis, og tæki afstöðu samkvæmt sinni sannfæringu. Í atkvæðagreiðslunni á föstudag hefði hún verið að greiða atkvæði með því að málið fengi þinglega meðferð og yrði afgreitt til nefndar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert