Stjórnarkreppa í augsýn?

00:00
00:00

Vinstri­flokk­arn­ir hafa kennt Sjálf­stæðis­flokkn­um um hrunið og þar af leiðandi sé hann ekki hæf­ur til stjórn­ar­setu. Ef þeir á hinn bóg­inn geta mögu­lega ekki unnið sam­an er kom­in upp stjórn­ar­kreppa í land­inu sem er mjög al­var­legt mál. Þetta seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir, lektor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands.

Aug­ljós­lega séu þó önn­ur fram­boð í aug­sýn og aðrir flokk­ar í boði en ekki sé víst hvort kjós­end­ur verði til­bún­ir til þess að leggja traust sitt á ný fram­boð.

Hún seg­ir jafn­framt áhuga­vert að fylgj­ast með þróun mála inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í ljósi þeirr­ar gagn­rýni sem þing­menn flokks­ins hafa sætt fyr­ir að greiða at­kvæði gegn frá­vís­un á til­lögu Bjarna Bene­dikts­son­ar í lands­dóms­mál­inu. Flokk­ur­inn hafi verið sam­stillt­ur til þessa en á und­an­förn­um mánuðum hafi gætt ókyrrðar t.a.m. í kring­um fjár­laga­gerð og breyt­ing­ar á rík­is­stjórn þar sem Árni Páll Árna­son þurfti að víkja. Því standi Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður flokks­ins, frammi fyr­ir vanda­sömu verk­efni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert