Útilokar ekki samstarf við neinn

Guðríður Arnardóttir.
Guðríður Arnardóttir.

Guðríður Arn­ar­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi, seg­ir ekki ganga að bær­inn sé stjórn­laus dög­um sam­an. Hún seg­ist ekki úti­loka sam­starf við neinn, þar með tal­inn Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Y-list­inn til­kynnti í dag að hann sæi ekki fram á að geta myndað starf­hæf­an meiri­hluta með Sjálf­stæðis­flokki og Næst besta flokkn­um í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs. Guðríður sagðist ekki hafa átt í viðræðum við aðra flokka meðan viðræður þess­ara flokka stóðu yfir. Nú væri hins veg­ar kom­in upp ný staða.

„Bær­inn get­ur ekki verið stjórn­laus dög­um sam­an. Okk­ur ber skylda til að mynda starf­hæf­an meiri­hluta sem axl­ar ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þarf að taka í mik­il­væg­um mál­um á næstu mánuðum og miss­er­um,“ sagði Guðríður. „Það er ekki hægt að úti­loka sam­starf við neinn. Okk­ur ber póli­tísk skylda til að þess að skoða alla kosti í stöðunni.“

Guðríður sagði að bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar og VG væru ákveðnir í því að ganga sam­eig­in­lega til viðræðna við aðra flokka og starfa sam­an annað hvort í meiri­hluta eða minni­hluta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert